Lára Kristín í Stjörnuna

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Lára Kristín hefur verið við háskólanám í New York og leikið þar með skólaliðinu St. John´s Red Storm við góðan orðstír en tekur nú nýtt skref á sínum ferli og gengur til liðs við Stjörnuna.

Lára Kristín lék alls 63 leiki fyrir meistaraflokk Aftureldingar og skoraði í þeim 9 mörk. Hún hefur einnig leikið 31 landsleik fyrir Ísland með U17, U19 og U23 landsliðunum og skorað 1 mark fyrir Íslands hönd. Þá hefur Lára borið fyrirliðabandið í fjölmörgum leikjum bæði með Aftureldingu og í landsleikjum enda mikill leiðtogi á velli.

Það er eftirsjá af góðum liðsmanni en einnig góður vitnisburður um uppbyggingarstarf Aftureldingar undanfarin ár að sjálfir Íslandsmeistararnir skuli leita til félagsins okkar eftir liðsauka. Knattspyrnudeild óskar Láru góðs gengis í Garðabænum og þakkar henni framúrskarandi góð störf fyrir félagið innan og utan vallar.