Opinn íbúafundur um fjölnota íþróttahús

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Undanfarin misseri hefur umræðan um byggingu fjölnota íþróttahúss í bænum vaxið með hverjum deginum og nú er svo komið að tilkynnt hefur verið um stofnun vinnuhóps á vegum bæjarins um málið. Afturelding vill ýta hinni formlegu umræðu úr hlaði með opnum íbúafundi sem haldinn verður í hátíðarsal Lágafellsskóla, þriðjudaginn 11.febrúar nk. kl. 20:00

Fundarstjóri verður fjölmiðlamaðurinn kunni Sigurjón M. Egilsson og sérstakir gestir fundarins eru Lúðvík S. Georgsson frá KSÍ sem ræðir hvernig byggingar af þessu tagi hafi verið reistar og reynsluna af þeim og Haraldur Ingólfsson frá ÍA sem segir frá íþróttaiðkun fyrir og eftir hús á Akranesi og þá mun Haraldur Sverrisson bæjarstjóri fjalla um aðkomu bæjaryfirvalda varðandu uppbyggingu íþróttamannvirkja.

Opið verður fyrir fyrirspurnir fundargesta og vill knattspyrnudeild hvetja áhugasama um að fjölmenna á fundinn.