Liðin mættust í Kórnum á laugardaginn var og er skemmst frá að segja að Aftureldingarpiltar voru í banastuði og unnu örugglega. Alexander Aron Davorsson gerði fyrsta mark leiksins eftir um fimmtán mínútur og Birgir Freyr Ragnarsson fyrirliði bætti öðru við rétt fyrir hlé.
Í síðari hálfleik bætti Alli við tveimur mörkum sitthvoru megin við mark Valgeirs Steins Runólfssonar eftir að Tindastóll náði að minnka muninn í 2-1. Lokastaðan því 5-1 og 7.sætið í mótinu okkar manna.
Næsta verkefni er svo Lengjubikarinn sem hefst um helgina með heimsókn í Reykjaneshöllina þar sem Pepsideildar lið Keflavíkur verður mótherjinn í fyrstu umferð.