Leikið var á föstudag í Kórnum og svo aftur á sunnudag á sama stað. Fyrri leiknum lauk með sigri gestanna 1-0 og í þeim síðari gerðu þeir betur og unnu 3-0.
Axel var í byrjunarliði og lék allan tímann í báðum leikjunum og þrátt fyrir að vera eini leikmaðurinn í byrjunarliðinu í síðari leiknum sem er fæddur 1998, allir hinir voru ári eldri, þá er Axels sérstaklega getið í umfjöllun á heimasíðu KSÍ og hann sagður hafa átt fínan leik.
Knattspyrnudeild óskar Axel til hamingju með flotta frammstöðu fyrir Íslands hönd um helgina.