Þetta eru systurnar Sigríður Þóra, Halldóra Þóra og Kristín Þóra Birgisdætur. Þær Sigríður og Halldóra hafa leikið lengi undir merkjum Aftureldingar en Kristín er að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki.
Sigga er leikjahæsti leikmaður félagsins með 93 leiki og 29 mörk í deild og bikar á sínu áttunda ári með meistaraflokki en Dóra hefur leikið 61 leik og skorað 1 mark og er á sínu fimmta ári. Kristín er sem fyrr segir að byrja sinn feril en tölfræði KSÍ nær sem kunnugt er aðeins yfir deildar og bikarleiki í Bikarkeppninni.
Það eflaust afar sjaldgæft að þrjár systur séu í sama meistaraflokksliði í sama leik og má segja að Halldóra og Birgir, foreldrar þeirra hafi skorað skemmtilega þrennu sem Afturelding nýtur nú góðs af.