Bæði lið áttu erfiða leiki í bikarnum í miðri viku, Afturelding féll úr leik gegn ÍR eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni en Fjarðabyggð lagði land undir fót og lék við BÍ/Bolungarvík fyrir vestan og tapaði sömuleiðis. Það eru því líkur á eilítilli þreytu í mannskapnum en það ætti að ekki að koma í veg fyrir fínan leik á laugardaginn.
Afturelding hefur fjögur stig eftir þrjá leiki í fjórða sæti deildarinnar en Fjarðabyggð er sæti ofar með sex stig en báðum liðum var spáð í toppbaráttuna og byrja því í takt við þær spár álitsgjafanna góðu. Liðin hafa mæst nokkrum sinnum undanfarin ár og hafa okkar strákar haft yfirhöndina þegar tölfræðin er skoðuð. Fjarðabyggð hefur ekki unnið okkur síðan 2006 og Afturelding vann til að mynda báða leikina í deildinni í fyrra.
Knattspyrndeild hvetur Mosfellinga til að kíkja á völlinn á laugardag kl 14:00 og hvetja strákana sína til dáða – áfram Afturelding !