Afturelding var sterkari aðilinn í leiknum og það kom því ekki á óvart þegar Alexander Aron Davorsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir tæpan hálftíma og kom okkar mönnum yfir. Fjarðabyggð fékk ódýra vítaspyrnu skömmu seinna og jafnaði og staðan 1-1 í hálfleik.
Snemma í síðari hálfleik kom Alli okkur yfir með öðru marki sínu en aftur náðu austanmenn að jafna og staðan 2-2 og leiktíminn að renna út. En í uppbótartíma var dæmd vítaspyrna á gestina og Elvar Ingi Vignisson fór á punktinn og skoraði sigurmark Aftureldingu 3-2 sigur.
Strákarnir okkar eru nú í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig en fyrir ofan okkur eru Grótta og ÍR. Næsti leikur er á laugardaginn á útivelli gegn Sindra
Lið Aftureldingar:
Hugi
Sigurður – Einar – Birgi – Axel (Birgir 69)
Arnór Fannar – Andri – Magnús (Sigurpáll 61)
Elvar Ingi – Alli (Stefán 76) – Elvar Freyr