Birkir sem er 17 ára miðjumaður og uppalinn Aftureldingarmaður, var algjör lykilmaður í liði 3. flokks sumrin 2012 og 2013 þegar 3. flokkur vann C deild og B deild og fóru í undanúrslit og úrslit Íslandsmótsins en Birkir var fyrirliði sumarið 2013.
Hann hefur verið lykilmaður í ungu liði 2. flokks í vetur og sumar þrátt fyrir að vera á yngsta ári. Hann hefur verið í æfingahóp meistaraflokks allt frá því hann gekk upp úr 3. flokki og hefur vaxið mikið og ljóst að Birkir er mikilvægur fyrir framtíð félagisins.
Birkir á að baki landsleiki fyrir U16 og U17 og hefur þegar farið einu sinni erlendis á reynslu.
Knattspyrnudeild er afar ánægð með þessi tíðindi og gaman verður að fylgjast með framvindu þessa unga og efnilega leikmanns.