Laugardaginn 1. nóvember er Uppskeruhátíð Aftureldingar í íþróttahúsinu Varmá.
Kl. 10:00-11:30
Opið hús hjá Aftureldingu í nýja fimleika- og bardagahúsinu. Allir velkomnir í heimsókn að prófa og skoða í leiðinni húsið sem nú er komið í fulla notkun. Fulltrúar fimleikadeildar, karatedeildar og taekwondodeildar taka vel á móti gestum.
Kl. 14:00
Uppskeruhátíð Aftureldingar fer fram í aðalsal íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá kl 14:00. Veittar verða viðurkenningar fyrir ástundun og framfarir ásamt öðrum viðurkenningum. Deildir félagsins tilnefna íþróttakarl og íþróttakonu hverrar deildar og úrþ eim hópi útnefnir aðalstjórn félagsins íþróttakarl og íþróttakonu Aftureldingar. – Jökull úr Kaleo kemur við og syngur nokkur flott lög.
Kaffiveitingar og ávextir í boði deilda að lokinni athöfn. Iðkendur eru hvattir til að mæta í Aftureldingargallanum fyrir myndatöku.