Sumarönn hjá Fimleikadeild Aftureldingar

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar mun standa fyrir sumarönn í allt sumar. Önnin hefst mánudaginn 15. júní en henni lýkur föstudaginn 21. ágúst. Engar æfingar verða þó 13. – 26. júlí . Önnin telur því 8 vikur og verður boðið upp á æfingar fyrir 6 – 8 ára börn annars vegar og 9-12 ára börn hins vegar og munu æfingar verða 3x í viku, 3 tíma í senn.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir fimleikakrakka að halda áfram æfingum yfir sumarið og koma vel undirbúin inn í haust önnina. En einnig er þetta tilvalið fyrir þá krakka sem ekki hafa æft fimleika áður að prófa íþróttina eða undirbúa sig fyrir komandi fimleikaár.

Landsliðskonan Ingibjörg Antonsdóttir mun halda utan um námskeiðið en henni til halds og traust verða aðrir fimleikaþjálfarar.

Yngri hópur æfir 3x í viku í þrjá tíma í senn, eldri hópur æfir 4x í viku tvo tíma í senn, en þrjá tíma á föstudögum. Hver æfing verður brotin upp með ýmissi skemmtun á borð við leiki, útiveru og göngutúra og fleiru eftir veðri.

Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðin.

Æfingar í boði:

6–8 ára, (þau sem voru að klára 1. bekk, 2. bekk og 3. bekk), frá kl. 13-16 – mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.

9-12 ára, (þau sem voru að klára 4. bekk, 5, bekk, 6 bekk og 7. bekk), frá kl. 11-13 – mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og frá kl. 11-14 fimmtudaga.

Verð fyrir önnina er kr. 25.000 en ekki verður í boði að greiða fyrir skemmri tíma en alla önnina.

Skráning fer fram í gegnum skráningarkerfi Aftureldingar Nóra. En upplýsingar eru gjarnan veittar á fimleikar@afturelding.is.