Frjálsíþróttadeild Aftureldingar og frjálsíþróttadeild Fjölnis Grafarvogi hafa gert með sér samkomulag um samnýtingu æfingasvæðis Aftureldingar á Varmávelli. Samkomulagið felst í því að allar æfingar hjá frjálsíþróttadeild Fjölnis í sumar verða á svæði Aftureldingar þar sem Fjölnir hefur ekki aðgang að útiæfingasvæði í Grafarvogi. Deildirnar hafa í gegnum tíðina unnið náið saman og stutt hvorra aðra í tengslum við æfingar og keppni. Því er þetta samkomulag gott skref i átt að áframhaldandi samstarfi. Stjórnin.