Þrír ungir framlengja

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Andri Freyr er fæddur 1998 og er framherji með mikið markanef. Andri hefur tekið miklum framförum síðastliðin 2 ár og skoraði 14 mörk í 15 leikjum í 3.flokki í fyrra og bætti svo um betur með því að skora 19 mörk í 19 leikjum á sínu fyrsta ári í 2.flokki.

Eiður Ívarsson er fæddur 1997 og er markvörður. Eiður hefur sömuleiðis tekið miklum framförum síðustu misseri. Eiður hefur leikið 13 leiki í 2. deild síðastliðin tvö tímabil, þrátt fyrir ungan aldur.  Eftir að hafa glímt við erfið meiðsl í sumar kom Eiður sterkur til baka og stóð sig mjög vel, bæði með meistaraflokki og 2. flokki.  Eiður var valinn leikmaður 18. umferðar í 2. deild.

Birkir Þór Guðmundsson er fæddur 1997 og er varnartengiliður. Birkir vann sér inn byrjunarliðssæti í meistaraflokk á síðasta tímabili og lék lykilhlutverk í liðinu. Birkir hefur vaxið mikið, sérstaklega síðastliðin 2 ár og var valinn í æfingahóp U19 landsliðsins sem æfir og spilar æfingaleiki í næstu viku en Birkir á nú þegar að baki landsleiki með U16 og U17.

Knattspyrnudeild fagnar samningum við þessa ungu og efnilegu leikmenn og hlakkar til að sjá þá vaxa og dafna í framtíðinni. Afturelding hefur verið í mikilli uppbyggingu og spennandi verður að fylgjast með þessum, sem og öðrum efnilegum leikmönnum sem eru að koma upp hjá félaginu.