Bikarmót unglinga – P-1 vinnur brons

Ungmennafélagið Afturelding

P-1 hópurinn okkar keppti í kvöld á Bikarmóti unglinga í hópfimleikum og náði þar þeim flotta árangri að vinna brons í 1. flokki stúlkna B. Við óskum þeim innilega til hamingju með glæsilegan árangur og voru þær Aftureldingu til mikils sóma.

P-1 verður ekki eini hópur Aftureldingar sem mun keppa á þessu móti, en mótið er eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á vegum Fimleikasambands Íslands en alls munu um 980 börn og unglingar sýna listir sínar í sal Gerplu í Kópavogi.

Á morgun mun svo M-1 hópurinn okkar keppa í 4. flokki A og R-5/6 hópurinn okkar í 4. flokki C. Á sunnudaginn munu svo stelpurnar í R-3 keppa í 5. flokki og O-mix í 3. flokki mix.

Við óskum öllum okkar keppendum góðs gengis á mótinu og bíðum spennt fregna og um leið viljum við hvetja alla til að mæta í sal Gerplu og hvetja þessa flottu fimleikakrakka okkar áfram.

Áfram Afturelding!