Stelpur í M-1 náðu 5. sæti í 4.fl. A en 4. fl er langfjölmennasti hópurinn á mótinu. Þetta er ekki fyrsta FSÍ mót M-1 og eru þær því þrátt fyrir ungan aldur orðnar öruggar á mótum og það verður spennandi að fylgjast með hópnum komandi ár.
R-5/6 kepptu sitt fyrsta FSÍ mót í gær og náðu þeim flotta árangri að verða í 7. sæti í 4. fl C. Það verður gaman að fylgjast með þessum hópi á næstu mótum enda eru hér ansi efnilegar stelpur á ferð.