Sanngjarn sigur í fyrsta leik

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Ungmennafélagið byrjaði leikinn vel og eftir jafnar fyrstu mínúturnar tóku okkar menn frumkvæðið og réðu ferðinni. Wentzel Steinarr skoraði fyrsta mark sumarsins eftir hálftíma leik eftir stungusendingu sem fréttaritara sýndist eign Magnúsar Más og Afturelding leiddi 1-0 í hálfleik.

Snemma í síðari hálfleik fengum við vítaspyrnu sem Nik Chamberlain skoraði úr af öryggi og veðurbarðir áhorfendur töldu að allt stefndi í öruggan sigur Aftureldingar. En KV jafnaði má segja úr næstu sókn og tóku heldur betur við sér næstu mínúturnar. Bergsteinn markmaður varði vel í tvígang og smám saman fjaraði kraftur heimamanna út sem misstu svo mann útaf með rautt spjald.

Í blálokin gulltryggði svo Kristófer Örn sigur Aftureldingar með laglegu marki eftir frábæra skyndisókn og úrslitin 3-1 sigur Mosfellinga.

Allt lið Aftureldingar átti ágætan dag og sigurinn fyrst og fremst liðsheildarinnar. Bergsteinn var flottur í markinu og mikið gerðist framá við í kringum þá Steinarr og Magga. Fremstur meðal jafningja var þó að mati fréttaritara Birkir Þór Guðmundsson sem lék sem herforingi inná miðjunni þrátt fyrir að vera líklega yngsti leikmaður vallarins.

Lið Aftureldingar: Bergsteinn – Kristinn (Atli), Einar, Andri, Þorgeir – Birkir, Nik (Egill), Maggi – Kristófer, Elvar (Alli), Steinarr W.