Afturelding mætir Fram í bikarnum í kvöld

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Fram þekkja sjálfsagt allir knattspyrnuáhugamenn en þetta er eitt af stóru liðunum í íslenskri knattspyrnusögu. Undanfarin ár hafa þó verið frekar mögur og Fram leikur í 1.deild í sumar annað árið í röð.

Einni umferð er lokið í Inkasso deildinni eins og 1.deildin er nefnd þetta árið og Fram tapaði 3-0 gegn KA á Akureyri í fyrsta leik. Í byrjunarliði Framara í þeim leik voru nokkir ungir menn eins og Indriði Áki Þorláksson, Gunnlaugur Hlynur Birgisson og Ingólfur Sigurðsson en einnig alls fimm erlendir leikmenn, þeirra þekktastur Sam Tillen sem hefur einnig leikið með FH hér á landi. Þjálfari Fram er Ásmundur Arnarsson.  

Afturelding hóf tímabilið með góðum 3-1 útisigri á KV sl. föstudag í 2.deild. W. Steinarr Kamban, Nik Chamberlain og Kristófer Örn skoruðu fyrir okkar menn sem voru betri aðilinn í leiknum og áttu sigurinn skilið gegn KV sem oft hefur reyndar gert okkur erfitt fyrir undanfarin ár.

Kristinn Jens fór meiddur af velli snemma leiks og er óvíst með þáttöku hans í kvöld og þeir Gunnar Wigelund og Arnór Breki sem voru ekki í hóp gegn KV hafa verið að glíma við meiðsli en eru allir að koma til. Að öðru leyti er hópurinn í nokkuð góðu standi og tilbúinn í slaginn.

Mynd: Bjarki Már Sverrisson