Nýtt umbunarkerfi fyrir dómara

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Nýtt umbunarkerfi dómara hefur verið sett á laggirnar hjá knattspyrnudeildinni þar sem duglegum iðkendum í 2. og 3. flokki karla og kvenna er umbunað fyrir störf sín. Á hverju tímabili fara fram yfir 400 leikir á vegum deildarinnar og er dómgæslan að mestu leyti á herðum þessara iðkenda.

Knattspyrnudeildin vildi sýna þeim þakklætisvott fyrir vel unnin störf og fékk nokkur velviljuð fyrirtæki með sér í lið en það eru Ölgerðin, Shake & Pizza, Subway, Olís, Dunkin Donuts og Quiznos. Á meðfylgjandi mynd sést Einar Logi Thorlacius Þorleifsson, leikmaður 2. flokks, taka á móti Pepsi Max, appelsíni og Doritos frá Ölgerðinni.