Knattspyrnumaðurinn Paul Clapson látinn

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Breski knattpsyrnumaðurinn Paul Clapson lést í morgun. Paul lék með Aftureldingu árin 2008 og 2009. Árið 2008 var hann lykilmaður í 2. deildarliði Aftureldingar sem vann sér sæti í 1. deild. Paul varð markakóngur 2. deildar þetta ár. Hann var frábær fyrirmynd innan sem utan vallar. Mjög jákvæður og bar af sér góðan þokka. Hann var valinn knattspyrnumaður Aftureldingar og Íþróttamaður Aftureldingar árið 2008. Paul spilaði einnig með Aftureldingu í 1. deildinni 2009. Hann glímdi þó við erfið meiðsli það sumar og lék ekki marga leiki.

Knattspyrnudeild Aftureldingar sendir fjölskyldu og vinum Pauls samúðarkveðjur en fulltrúar deildarinnar hafa þegar sent kveðju til  fjölskyldunnar.