Tveir fulltrúar í U18 landsliði Íslands

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding á tvo uppalda leikmenn í U18 landsliði Íslands sem fer í æfinga og keppnisferð til Prag í Tékklandi dagana 21.-27.ágúst.
Bjarki Steinn Bjarkason og Ísak Snær Þorvaldsson eru okkar fulltrúar í 20 manna hóp. Bjarki Steinn er búinn að eiga frábært tímabil með 2.flokki Aftureldingar í sumar og með frammistöðu sinni er hann búinn að heilla þjálfara meistaraflokks og hefur hann komið við sögu í síðustu þremur leikjum liðsins og staðið sig vel.
Ísak Snær samdi við Norwich á Englandi á síðasta ári og lék sem fyrirliði á Norðurlandamóti U17 landsliða sem fram fór á Íslandi í ágúst.
Knattspyrnudeild óskar þeim báðum til hamingju með árangurinn og sendir þeim baráttukveðjur til Tékklands !