Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna gerðu sér lítið fyrir og sóttu tvö stig er þær spiluðu við ÍR stelpurnar í Austurbergi í gær. Lokatölur voru 23 – 27 eftir að staðan var 9 -10 í hálfleik. Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 10, Telma Rut Frímansdóttir 6, Dagný Birgisdóttir 5, Þóra Sigurjónsdóttir 2, Magnea Svansdóttir 2, Alda Egilsdóttir 1, Ingibjörg Jóhannsesdóttir 1. …
Hafdís Erla nýr markmaður hjá Aftureldingu
Meistaraflokkur Aftureldingar hefur gengið frá samningum um félagaskipti Hafdísar Erlu Gunnarsdóttur frá FH
Aðalfundur karatedeildar Aftureldingar
Aðalfundur karatedeildar Aftureldingar verður haldinn miðvikudaginn, 9. mars, 2016, kl. 20.00 í íþróttahúsinu við Varmá, bardagasal.
Aðalfundur – 16. mars
Aðalfundur Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldin miðvikudaginn 16. mars í Vallarhúsinu við Varmá kl 20:00. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf s.s. Skýrsla stjórnarFramlagning ársreikningaKosning formanns og annara stjórnarmannaFjárhagsáætlun fyrir næsta árÖnnur mál. Hlökkum til að sjá sem flesta foreldra. Kær kveðja, Stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar
Alexander Aron í heimabyggð
Alexander Aron Davorsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu
Bikarmót unglinga – M-1 og R-5/6
Áfram heldur Afturelding að gera góða hluti á bikarmótinu í gær, laugardaginn 27. febrúar.
Þrír í U14 ára landsliðshóp karla
Valin var 35 manna æfingarhópur í U14 ára landsliði karla. Okkar drengir Brynjar Vignir Sigurjónsson, Róbert Þorkelsson og Eyþór Wöhler voru valdir í þennan hóp og standa æfingar yfir núna þessa helgi. Óskum þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis.
Afturelding með sterkt jafntefli á Selfossi
Afturelding og Selfoss skildu jöfn í síðasta leik liðanna í Faxaflóamótinu á Selfossi á laugardag.
Bikarmót unglinga – P-1 vinnur brons
P-1 hópurinn okkar keppti í kvöld á Bikarmóti unglinga í hópfimleikum og náði þar þeim flotta árangri að vinna brons í 1. flokki stúlkna B. Við óskum þeim innilega til hamingju með glæsilegan árangur og voru þær Aftureldingu til mikils sóma. P-1 verður ekki eini hópur Aftureldingar sem mun keppa á þessu móti, en mótið er eitt það fjölmennasta sem …
Bocciamót UMSK
Laugardaginn 27. feb. fer fram árlegt Bocciamót UMSK að Varmá. Búist er við mörgum þátttakendum frá mörgum félögum. Á sama tíma er stórt karatemót í húsinu hjá karatedeild Aftureldingar. ij










