Hjá fimleikadeild Aftureldingu starfa um 45 þjálfarar sem allir eiga það sameiginlegt að vilja það besta fyrir sitt félag og sína iðkendur. Deildin er innilega stolt af því að hafa fengið inn allt þetta flotta fólk sem starfar nú og hefur starfað hjá deildinni. Skilgreining fimleikadeildar Aftureldingar á þjálfaranum: Kennarinn sem reynir allar leiðir til þess að ná til liðsins …
Afturelding hafði betur gegn Uppsveitum í æsispennandi leik
Meistaraflokkur karlaliðs Aftureldingar í körfubolta lék sinn fyrsta leik í Íslandsmóti í 10 ár á sunnudag þegar liðið tók á móti liði Uppsveita í 2. deild karla og hafði sigur eftir æsispennandi framlengdan leik, 81-78. Frá fyrstu mínútu var leikur liðanna spennandi og skiptust liðin á að leiða allan leikinn. Mesti munurinn var í þriðja leikhluta þegar Afturelding leiddi með …
Ungir og efnilegir leikmenn styrkja og styðja við Aftureldingu
Lið Aftureldingar er stöðugt að taka á sig mynd og hefur styrkt sig fyrir keppni í 2.deildinni í ár. Æfingar hafa gengið mjög vel undanfarið undir handleiðslu Sævaldar Bjarnasonar og virkilega skemmtileg stemning í hópnum fyrir þessu verkefni í Mosfellsbænum. Ungir og efnilegir leikmenn úr öðrum liðum ætla að taka þátt í þessu verkefni með félaginu. Nokkrir þeirra hafa leikið …
Meistaraflokkur Aftureldingar tekur á sig mynd – Mosfellingar heim í heiðardalinn!
Körfuboltasamfélagið í Mosfellsbæ er ört vaxandi og á sunnudag hefur meistaraflokkur Aftureldingar í körfubolta vegferð sína í 2. deild Íslandsmótsins þegar sá flokkur er endurvakinn hjá félaginu. Fyrsti leikur er gegn Uppsveitum í N1 höllinni að Varmá kl. 14.00. Nokkur ár eru síðan Afturelding tefldi fram meistaraflokki og spennandi verður að sjá hvernig þeim tekst að fóta sig í deildinni …
Fyrsti leikur meistaraflokks karla í körfubolta á sunnudaginn
Afturelding leikur sinn fyrsta leik meistaraflokks karla í körfubolta þennan veturinn í 2. deild á sunnudaginn 22. september. Leikið verður gegn liði Uppsveita og fer leikurinn fram í sal 3 í N1 höllinni að Varmá klukkan 14:00. Hvetjum stuðningsfólk til að mæta og hvetja Aftureldingu!
Afturelding Meistarar Meistaranna 2024
Karlalið Aftureldingar í blaki hóf leiktíðina með leik á móti Bikar- og Íslandsmeisturum Hamars í leik um Meistara Meistaranna. Afturelding tapaði úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð á móti Hamri og áttu því harma að hefna. Afturelding sigraði 3-2 og eru því handhafar þessa fyrsta titils á leiktíðinni. Til hamingju strákar og þjálfarar . Bæði karla-og kvennaliðin í blaki halda …
Yfirþjálfarar Knattspyrnudeildar Aftureldingar
Hjörtur Harðarson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Aftureldingar. Hjörtur hefur komið við í yngri flokkum Breiðabliks, ÍR, Fjölni og nú hjá Aftureldingu. Hjörtur hefur þjálfað í 5-7. Flokk í þessum liðum og hefur gert í 10 ár. Hjörtur er með UEFA/KSÍ gráðu B og hefur mikinn áhuga á að halda áfram á þeirri braut sérstaklega fyrir yngri hópa. Við …
Blakið komið á fullt – Komdu í blak !!!
Blakdeild Aftureldingar býður öllum yngri iðkendum að koma og prufa að æfa í september. Hér er æfingatafla yngri flokka hjá félaginu með upplýsingum um þjálfara hvers flokks. Allar æfingar fara fram að Varmá í blaksalnum, sem er salurinn uppi og stundum kallaður „Gamli salururinn“ því það er upphaflega íþróttahúsið og var einu sinni eini salurinn. Yfirþjálfari BUR er Atli Fannar …
Loksins Parkour !
Nýtt hjá Fimleikadeild Aftureldingar og bjóðum við núna upp á Parkour. Hefur ykkar barn ekki alveg fundið sig í íþróttum sem eru í boði hér í Mosfellsbæ þá mælum við með því að prófa Parkour. Parkour er með allt öðruvísi nálgun á skipulagða íþróttaiðkun og allir velkomnir á meðan pláss leyfir.
Fyrstu leikir tímabilsins
Nú um helgina hefst Íslandsmótið í körfuknattleik og sendir Afturelding lið til leiks í flestum flokkum karla. Fyrsta leik vetrarins á B-liðið í 10. flokki en þeir spila í 3. deild og mæta þeir Ármanni í N1 höllinni að Varmá kl. 14:30 í dag, laugardaginn 7. september. Á morgun sunnudag mætir 11. flokkur liði ÍA klukkan 12:00 og fer sá …










