Sensei Steven Morris, 7. dan, frá Kobe Osaka Int. mun halda æfingabúðir nk. helgi fyrir framhaldsiðkendur í karate (III flokk, II flokk, I flokk og ungl./fullorðinshóp). Karatedeild Aftureldingar hefur verið aðili að þessum samtökum í fjölda ára og Sensei Steven Morris hefur nánast komið árlega og haldið samskonar æfingabúðir sem reynst hafa iðkendum afar vel.
U17 karlalandsliðið hefur lokið keppni í Portúgal
Þeir Axel Óskar Andrésson og Birkir Þór Guðmundsson léku báðir allan leikinn með íslenska landsliðinu gegn Portúgal í dag.
Tap í Lengjubikarnum
Meistaraflokkur kvenna lék sinn annan leik í Lengjubikarnum á laugardag þegar ÍA kom í heimsókn
Komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn
Öruggur 3-0 sigur á Stjörnunni í kvöld í Garðabænum og stelpurnar því komnar í úrslit. Í úrslitum mun Afturelding mæta Þrótti Nes sem vann HK 3-1 í Fagralundi í kvöld.
Í úrslitaeinvíginu þarf að vinna 3 leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum.
Leikur 2 kl 19:30 í kvöld fimmtudag
Afturelding og Stjarnan eigast við öðru sinni í undanúrslitaviðureigninni á Íslandsmótinu í kvöld kl 19:30 í Ásgarði í Garðabæ. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Aftureldingu og þarf að vinna 2 leiki til að komast áfram í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.
Gott jafntefli á Skaganum
Meistaraflokkur karla lék við ÍA í Lengjubikarnum um helgina og gerði 1-1 jafntefli við Skagamenn
Öruggur sigur Aftureldingar á Stjörnunni í fyrsta leik undanúrslitaleik kvenna í blaki.
Afturelding og Stjarnan léku fyrsta leik sinn í undanúrslitum kvenna í Mikasadeildinni í blaki í Mosfellsbæ í kvöld. Afturelding hafði yfirburði í leiknum og vann nokkuð öruggan sigur. Fyrstu tvær hrinur leiksins fóru 25-15 fyrir Aftureldingu og þriðja hrinan fór 25-20 fyrir Aftureldingu og unnu þær leikinn 3-0.
Þriðjudagur 19:30 úrslitakeppni
Úrslitakeppnin í blakinu hefst á morgun þriðjudag. Afturelding landaði deildarmeistaratitlinum um sl. helgi og er því með heimaleikjaréttinn. Í undanúrslitum þarf að vinn 2 leiki og í úrslitum þarf að vinna 3 leiki.
Amy Marron nýr leikmaður meistaraflokks kvenna
Meistaraflokkur kvenna hefur fengið góðan liðsstyrk en bandaríska stúlkan Amy Marron hefur samið við félagið um að leika með liðinu í Pepsideildinni í sumar.
Deildarmeistarar
Afturelding varð á föstudagskvöld deildarmeistari í blaki kvenna þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir Þrótti Nes, 3:2, í hrinum talið á heimavelli í Mosfellsbæ. Aftureldingu nægði stig í leiknum sem það krækti sér í með því að vinna tvær hrinur.