Sjá auglýsingu. Verið velkomin! Meistaraflokkur kvenna í handbolta.
Fréttir frá stjórn frjálsíþróttadeildar.
Kjörin var ný stjórn Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar á fjölmennum aðalfundi deildarinnar þann 18. mars 2014, í vallarhúsinu að Varmá. Á dagskrá aðalfundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, eins og skýrsla stjórnar, framlagning reikninga og kosning stjórnar. Í skýrslu stjórnar kom m.a. fram að íþróttafólkið okkar hefur haldið áfram að gera góða hluti og náð flottum árangri. Það sem mest er aðkallandi er betri …
Sandra framlengir hjá Aftureldingu
Sandra Dögg Björgvinsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára.
Stjórn knattspyrnudeildar næsta starfsár
Á aðalfundi knattspyrnudeildar sem haldinn var í síðustu viku var m.a. kjörin stjórn deildarinnar næsta starfsár.
Lengjubikarfréttir af meistaraflokkunum
Meistaraflokkar félagsins í knattspyrnu hafa nú báðir hafið leik í Lengjubikar KSÍ þetta vorið.
Sunddómaranámskeið
Dómaranámskeið verður haldið í tengslum við Vormót Ármanns. Bókleg kennsla fer fram þann 27. mars og verklega kennsla fer fram helgina 28. – 30. mars. Björn Valdimarsson og Jón Hjaltason sjá um námskeiðið. Nánari upplýsingar veitir : jon.hjaltason@vegagerdin.is eða dmt : dmtnefnd@gmail.com Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á námskeiðið endilega sendið skráningar á : dmtnefnd@gmail.com
Aðalfundur Aftureldingar
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Bókasafni Mosfellsbæjar fimmtudaginn 27. mars n.k.
Sara Lind og Kittý í U 16 ára landsliði kvenna
Afturelding á tvær stelpur í æfingahóp U-16 ára landsliðs kvenna. Það eru þær Sara Lind Stefánsdóttir og Kristín Arndís Ólafsdóttir( Kittý) Hópurinn mun æfa saman dagana 24.-30.mars. Þjálfarar eru Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis.
Ragnhildur Hjartardóttir í U 18 ára landslið kvenna
Ragnhildur Hjartardóttir hefur verið valin í æfingarhóp U 18 ára landslið kvenna. Hópurinn mun æfa saman dagana 24 – 30 mars. Þjálfarar eru Hilmar Guðlaugsson og Inga Fríða Tryggvadóttir Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Ragnhildi innilega til hamingju sem og góðs gengis.
Svandís framlengir hjá Aftureldingu
Svandís Ösp Long leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára.