Góð ferð á Öldungamót í blaki á Akureyri

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar vill senda þakkir fyrir vel skipulagt og skemmtilegt Öldungamót á Akureyri síðustu daga.
Afturelding sendi 5 lið til leiks, 4 kvennalið og 1 karlalið. Árangurinn var frábær, karlarnir unnu 3.deildina og a lið kvenna vann 2.deild. B liðið var í 2.sæti í 4.deild, c liðið í 4.sæti í 7.deild hársbreidd frá verðlaunum og d lið í 6.sæti í 8.deild.
Þetta þýðir að á næsta Öldungamóti á Neskaupstað 2015 mun Afturelding eiga sæti í 1.deild kvenna, 2.deild karla, 3.deild kvenna, 7.deild kvenna og 9.deild kvenna.
Alls var keppt í 15 kvennadeildum og 7 karladeildum og þátttakendur voru um 1300 alls.

Öðruvísi þrenna á Varmárvelli

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Þau tíðindi gerðust í leik Aftureldingar og Fylkis í Lengjubikarnum á Varmárvelli að þrjár systur léku fyrir hönd Aftureldingar í leiknum

Búningasamningur við Errea framlengdur.

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Búningasamningur Aftureldingar við Errea hefur verið framlengdur um fjögur ár. Í núverandi samningi við Errea sem gildir til haustsins er ákvæði um framlengingu hans ef báðir aðilar vildu skoða slíkt. Búninganefnd félagsins mælti með áframhaldandi samstarfi við Errea eftir að hafa skoðað hvað það táknaði fyrir félagið og var nýr samningur lagður fyrir formannafund og aðalstjórn félagssins sem staðfestu framlengingu …