Aðalfundur karatedeildar, þriðjudaginn 11. mars

Karatedeild AftureldingarKarate

Aðalfundur karatedeildar Aftureldingar verður haldinn þriðjuudaginn 11. mars klukkan 18:00-18:45 í gámnum við íþróttahúsið, Varmá.

Dagskrá fundarins:

1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði.
4. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári.
5. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar, sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar.
6. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar.
7. Kosningar:
a) Kosinn formaður.
b) Kosinn helmingur meðstjórnenda til tveggja ára í senn.
8. Önnur mál.
9. fundarslit.

Allir velkomnir!

Afturelding á toppnum þegar 2 leikir eru eftir.

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding hafði betur gegn HK í spennandi leik í efstu deild kvenna í blaki í kvöld en liðin mættust í Fagralundi í Kópavogi og lauk leiknum með 3-2 sigri gestanna úr Mosfellsbæ.

Aldís búin að semja

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Aldís Mjöll Helgadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára.

Afturelding – Stjarnan

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Strákarnir okkar í meistaraflokki karla taka á móti stjörnunni föstudaginn 7.mars kl 19:00.Afturelding eru ósigraðir á toppi 1.deildarinnar með 28 stig en Stjarnan fylgir fast á eftir með 26 stig þegar bæði lið eiga aðeins eftir að spila 6 leiki á þessu tímabili. Nú verðum við að fylla N1 höllina og hvetja strákana okkar áfram. Áfram Afturelding.

Aðalfundur knattspyrnudeildar

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Miðvikudaginn 12. mars kl. 20.00 í vallarhúsinu að Varmá.
Venjuleg aðalfundarstörf s.s. skýrsla stjórnar, reikningar ársins 2013, fjárhagsáætlun og kosning stjórnar.
Allir velkomnir.

Fjórir strákar í U 20 ára landsliði Íslands.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Valinn hefur verið landsliðshópur hjá U-20 ára landsliði karla sem mun taka þátt í forkeppni EM sem fram fer í Skopje í Makedóníu dagana 4.-6.apríl.Við erum virkilega stolt af því að eiga fjóra glæsilega fulltrúa í þessum hópi. Þetta eru þeir.Böðvar Páll ÁsgeirssonElvar ÁsgeirssonBirkir BenediktssonÁrni Bragi Eyjólfsson. Hópurinn mun svo koma saman til æfinga í lok mars, þjálfarar hópsins eru …

Anton á reynslu hjá Bolton

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Antoni Ara Einarssyni, markmanni Aftureldingar hefur verið boðið til reynslu hjá enska 1.deildar félaginu Bolton Wanderers.