Vinningshafar í Jólahappdrætti
Óskum þeim sem unnu innilega til hamingju með vinninginn.
Þökkum öllum þeim sem keyptu miða fyrir stuðninginn
Gleðileg Jól
Skytturnar þrjár semja við Aftureldingu
Það er með stolti sem Afturelding tilkynnir að vinirnir og liðsfélagarnir Gunnar Andri Pétursson, Sindri Snær Ólafsson og Valgeir Steinn Runólfsson hafa tekið stórt skref í að fullorðnast og gengið til liðs við meistaraflokk karla Aftureldingar í knattspyrnu og hafa rétt í þessu skrifað undir samninga þess efnis.
Æfingar sunddeildar yfir hátíðarnar
Yngri hóparnir: Höfrungar, Bronshópur og Silfurhópur fara í frí eftir æfingu föstudaginn 20.des og æfingar hjá þessum hópum byrja aftur mánudaginn 6. janúar eða á sama tíma og skólastarf hefst aftur. Síðasta æfingin fyrir jólafrí hjá Gull- og Afrekshópi verður laugardaginn 21.des frá klukkan 09:30-11:00 en eins og hefð er fyrir verður hún í formi nammiæfingar 🙂 Fyrsta æfing eftir …
Aðstoð við jólasveina
Meistaraflokkur Aftureldingar hefur tekið að sér að aðstoða jólasveinana við útkeyrslu á sérstökum pökkum til þægra barna á aðfangadag kl. 11-15. Pakkarnir þurfa að berast frá smiðju jólasveinanna í Vallarhúsið á Þorláksmessu kl. 16-22 en innheimtar verða 1.500 kr. pr. hús til að standa undir útlögðum kostnaði. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Aftureldingar í síma 566-7089 og 841-2721.
Jólahappdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta
Miðinn kostar 1500 krónur og rennur hluti ágóðans til góðgerðarmála hér í Mosfellsbæ. Stefnan er að jólahappdrætti verði árvisst hjá meistaraflokknum og ávalt fer hluti ágóðans í góðgerðarmál. Þetta árið mun mfl styrkja það góða starf sem unnið er í Reykjadal, en þar er rekið sumar- og vetrarnámskeið fyrir fötluð börn.Frábærir vinningar sem eiga eftir að koma sér vel. Dregið …
Steinar Ægisson framlengir við Aftureldingu
Miðjumaðurinn sterki Steinar Ægisson gekk nú fyrir stundu frá nýjum samningi við Aftureldingu.
Á toppnum í jólafrí.
Aftureldingarstelpurnar fara taplausar í jólafrí í efsta sæti Mikasadeildarinnar. Þær mættu Þrótt Nes í hörku fimm hrinu leik fyrir austan í dag. Leiknum lauk með 2-3 sigri Aftureldingar. Fyrsta hrina fór 23-25, Afturelding tapaði næstu tveimur 25-13 og 25-22 en vann tvær síðustu 10-25 og 10-15. Til hamingju stelpur !
Stefnir og Elvar Ingi á landsliðsæfingar
U17 og U19 knattspyrnulandslið karla eru með æfingar um helgina og Afturelding á fulltrúa í báðum liðum.