Afturelding og Stjarnan áttust við í Mikasadeild kvenna í kvöld í Mosfellsbænum. Afturelding byrjaði fyrstu hrinuna mjög vel á meðan Stjarnan átti í vandræðum í móttöku og endaði hrinan með sigri Aftureldingar 25-13. Stjörnustúlkur komu ákveðnar til leiks í hrinu tvö og komust í 12-6 en Afturelding jafnaði leikinn í 14-14. Hrinan endaði með sigri með Aftureldingar 25-22 eftir mjög jafnan leik. Í þriðju hrinu var jafnt framan af en í stöðunni 8-8 náði Afturelding undirtökunum og vann hrinuna 25-15 og leikinn 3-0.
Uppfærð tímatafla vorannar 2014
Örlitlar breytingar hafa verið gerðar á tímatöflunni og hér getið þið náð nýjustu útgáfuna af henni: Fimleikar tímatafla vorönn 2014 (PDF)
Afturelding semur við sterkan markvörð
Afturelding hefur fengið verulegan liðstyrk fyrir komandi átök í úrvalsdeildinni í knattspyrnu en markvörðurinn Mist Elíasdóttir hefur gert tveggja ára samning við félagið
Tímatafla vorannar 2014
Nýja æfingataflan fyrir vorönn 2014 er tilbúin og hægt er að ná í PDF eintak af henni með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan: Tímatafla vorannar 2014 (PDF)
Þorrablót Aftureldingar 25.janúar
Miðasala er hafin á slóðinni http://midar.smartwebber.is/
Íþróttaskóli barnanna laugardögum.
Hefst laugardaginn 11. jan. n.k.
Landsliðsæfingar hjá KSÍ í upphafi árs
Átta fulltrúar Aftureldingar taka þátt í landsliðsæfingum nú í upphafi árs.
Vorönn 2014 – Skráning og stundatöflur
Kæru foreldrar Á mánudaginn 13. janúar hefjast æfingar hjá fimleikadeildinni af fullum krafti. Verið er að leggja lokahönd á stundatöflu vorannarinnar, en það þurfti að gera einhverjar breytingar vegna breytinga á stundatöflum þjálfara auk þess sem breytingar verða á elstu hópunum. Stundataflan kemur á netið seinnipart dags á miðvikudaginn. Opnað verður fyrir skráningar í Nóra á fimmudaginn 9. janúar fyrir …
Karateæfingar hefjast á nýjan leik. Fríir prufutímar!
Karateæfingar hefjast að nýju mánudaginn 6. janúar.
Karatedeild Aftureldingar býður nú upp á ný byrjendanámskeið sem einnig hefjast mánudaginn 6. janúar. ATH! Fríir prufutímar!
Fjórar stelpur á landsliðsæfingum þessa dagana.
Þessa dagana eru unglingalandslið kvenna að æfa á fullu. Ragnhildur Hjartardóttir æfir með U 18 ára landsliði kvenna og Sara Lind Stefánsdóttir, Kristín Arndís Ólafsdóttir og Lára Margrét Arnarsdóttir eru á æfingum hjá U 16 ára landsliði kvenna. Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis.