Toppslagur á laugardag

Blakdeild AftureldingarBlak

Aftureldingarstelpurnar mæta Þrótti Nes fyrir austan á laugardag kl 13:30 í toppslag í Mikasadeildinni. Bæði lið hafa unnið alla sína leiki fram til þessa í vetur. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á netinu á

Coca cola bikarinn Afturelding – Fram

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Strákarnir okkar fá íslandsmeistara Fram í Coca cola bikarnum í kvöld kl 20:00 Nú þurfum við að fylla N1 höllina að Varmá og styðja þá til sigurs. Mætum kl 19:45 í rauðu.

Sigur og tap í kvöld.

Blakdeild AftureldingarBlak

Aftureldingarliðin spiluðu bæði í Mikasadeildinni í blaki í kvöld.
Kvennaliðið tók á móti Þrótti Reykjavík að Varmá í kvöld og lauk leiknum með öruggum 3-0 sigri heimakvenna sem unnu hrinurnar 25-8, 25-17 og 25-7.

Jóhann og Telma íþróttamenn ársins!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Uppskeruhátíð Aftureldingar fór fram síðasta laugardag að viðstöddu fjölmenni í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Fyrir hádegi var íþróttahátíð fyrir þau yngstu og var vel mætt á skemmtilega dagskrá deilda og eins var íþróttaskólinn á sínum stað og í jólaskapi þennan dag.  Eftir hádegi byrjaði dagskrá með söng og var það hinn kraftmikli Eyþór Ingi sem fór á kostum og lét 450 gesti …

Jóhann Jóhannsson Íþróttamaður handknattleiksdeildar 2013 og Íþróttamaður Aftureldingar 2013.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Jóhann hefur leikið með Aftureldingu frá blautu barnsbeini og hefur stöðugt bætt sig sem leikmaður.Á síðasta tímabili lék Afturelding í efstu deild og var Jóhann lykilmaður liðsins og átti mjög gott tímabil og var valinn nokkrum sinnum í lið umferðarinnar auk þess að vera einn markahæsti leikmaður N1 deildar á síðasta tímabili,Jóhann stundar íþrótt sína af mikilli samviskusemi, og er …

Hekla Daðadóttir íþróttakona handknattleiksdeildar 2013

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Hekla Daðadóttir er íþróttakona af guðs náð.  Hún hefur spilað handknattleik í mörg ár og er mikill reynslubolti.  Reynsla hennar og þekking á  handboltaíþróttinni hefur hjálpað mikið í uppbyggingu  kvennahandboltans hér í Aftueldingu.  Hekla  er mikil keppnismanneskja og mætir í alla leiki með það eitt að markmiði að vinna leikinn. Hún er samviskusöm, skipulögð og sér yngir leikmönnum mikil fyrirmynd.   …

Tap fyrir Þrótti R – 1-3

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding tók á móti liði Þróttar Reykjavík í úrvalsdeild karla í blaki að Varmá í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en Þróttarar sigu fram úr og unnu fyrstu hrinuna örugglega 16-25 Aftureldingardrengirnir spýttu í lófana í 2.hrinu og spiluðu mjög vel og skiluðu mörgum fallegum boltum í gólfið og uppskáru sigur, 25-21.