Tap fyrir Þrótti R – 1-3

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding tók á móti liði Þróttar Reykjavík í úrvalsdeild karla í blaki að Varmá í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en Þróttarar sigu fram úr og unnu fyrstu hrinuna örugglega 16-25 Aftureldingardrengirnir spýttu í lófana í 2.hrinu og spiluðu mjög vel og skiluðu mörgum fallegum boltum í gólfið og uppskáru sigur, 25-21.

Afturelding – Þróttur R föstudag kl 19.

Blakdeild AftureldingarBlak

Karlalið Aftureldingaeldingar mætir Þrótti R tvisvar i þessari viku. Liðið tapaði naumlega í Laugardalhöllinni á þriðjudagskvöld. Leikurinn fór 3-2 fyrir Þrótti og oddahrinan fór 20-18. Hörkuleikur og frábær barátta og karakter í okkar mönnum. Kolbeinn Tómas Jónsson 14 ára í 4.flokki spilaði miðjuna allan leikinn í sínum fyrsta leik með meistaraflokki og stóð sig frábærlega, átti m.a. 4 uppgjafir beint í gólf.

Beltapróf í karate

Ungmennafélagið Afturelding

Föstudaginn 29. nóvember verða beltapróf hjá karatedeildinni og þann dag verða
einungis beltaprófin.

3-0 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld

Blakdeild AftureldingarBlak

Kvennalið Aftureldingar gerði góða ferð í Garðabæinn í kvöld þar sem þær mættu heimakonum í Stjörnunni. Afturelding vann öruggan 3-0 sigur. Fyrstu hrinuna 25-18, hrinu 2, 25-20 og lokahrinuna 25-10. Til hamingju stelpur.

Uppskeruhátíð Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Árleg Uppskeruhátíð Aftureldingar fer fram laugardaginn 30. nóv. n.k. Dagskrá fyrir 10 ára og yngri verður frá kl. 10.00 – 12.00 þar sem Eyþór Ingi mætir kl. 10.00 með gítarinn sinn og gefur tóninn fyrir íþróttafjörið sem í boði verður þar á eftir hjá deildum félagsins. Eftir hádegi eða kl. 14.00 verða svo veittar viðurkenningar fyrir 11-16 ára, Íþróttakarl og …

Konurnar komnar í undanúrslit í bikarnum

Blakdeild AftureldingarBlak

Lið Aftureldingar gerði góða ferð á Álftanes um helgina þar sem fram fór undankeppni í bikarnum. Efsta lið úr hvorum riðli komst beint í undanúrslit í bikarkeppninni sem mun fara fram 15.mars í Laugardalshöllinni.

Afturelding í 16 liða úrslit Coca Cola bikarsins.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Afturelding er komin í 16 líða úrslit í Coca Cola bikar karla eftir 10 marka sigur gegn Fjölni að Varmá í gær.Liðin léku í deildinni á fimmtudag þar sem Afturelding vann með 11 marka mun og þróaðist þessi leikur mjög svipað og fyrri leikur liðanna. Heimamenn byrjuðu vel og náðu þægilegu forskoti og var staðan meðal annars 15-9  á tímabili …