Foreldrafundur hjá sunddeild.

Sunddeild AftureldingarSund

Foreldrafundur verður haldinn þriðjudaginn 2. október kl 20 í yngri deild Varmárskóla. Hvetjum alla til að mæta.
Stjórnin

Fyrsti heimaleikur hjá meistaraflokki kvenna í N1 deildinni

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna í handbolta eru að stíga sín fyrstu spor í deild með þeim bestu. Stelpurnar taka á móti  FH á morgun þriðjudaginn 25.september kl 19:30. Hvetjum við alla bæjarbúa til að fjölmenna á völlinn og hvetja stelpurnar okkar. Áfram Afturelding.

N1 deildin að hefjast

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Meistaraflokkur karla eiga heimaleik í fyrsta leik tímabilsins.  Þeir fá ÍR í heimsókn mánudaginn 24.septermber kl 19:30. Fjölmennum á völlin og hvetjum stákana okkar áfram. Áfram Afturelding.

John Andrews framlengir hjá Aftureldingu

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Stjórn Meistaraflokksráðs kvenna skrifaði í dag undir nýjan samning við John Andrews, sem framlengir því samning sinn um 2 ár eða til loka ársins 2014.

Salur 3 lokaður á föstudag og laugardag

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Salur 3 verður lokaður á föstudaginn 21. og laugardaginn 22. september. Vinna við að setja línur fyrir blak- og körfuboltavelli verður í gangi þessa dagana. Þar af leiðandi falla allar æfingar niður í sal 3 á þessum dögum.
Við biðjumst velvirðingar á þessu.