Á Íslandsmóti öldunga, sem fram fór þann 8. nóvember síðastliðinn, gerði Afturelding sér lítið fyrir og hlaut gullverðlaun í heilum fimm flokkum ásamt silfri í einum. Alls var keppt í níu flokkum
Undanfarin ár hefur mikil gróska einkennt starf fullorðinshópsins hjá félaginu. Fjölmargir keppendur taka reglulega þátt í mótum, og framfarir þeirra hafa verið stöðugar. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá hvernig markviss vinna og metnaður skila sér í svona glæsilegum árangri.
Þórarinn Heiðar Harðarson – Gull – Einliða karla 35-54
Egill Þór Magnússon – Gull – Einliða karla 65+
Andrés Andrésson og Sigurjón Jóhannsson – Gull – Tvíliða karla 35-44
Egill Þór og Gylfi Óskarsson – Gull – Tvíliða karla 55+
Inga María Ottósdóttir og Sigrún Marteinsdóttir – Gull – Tvíliða kvenna
Halldór Magni og Þórarinn Heiðar – Silfur – Tvíliða karla 45-54

Egill Magnússon og Gylfi

Magni og Þórarinn (til vinstri)

Andrés og Sigurjón

Egill Magnússon

Þórarinn (til hægri)

Inga María og Sigrún (til hægri)