Þjálfarar 2024-2025

Atli Fannar Pétursson er Yfirþjálfari Blakdeildarinnar en ásamt því þjálfar hann U12, 1.deild kvenna, 2.deild kvenna og er aðstoðarþjálfari meistaraflokk kvenna. Atli er einnig styrktarþjálfari allrar deildarinnar frá U14 upp í meistaraflokk.

Atli er fæddur og uppalinn í Neskaupstað og hefur þjálfað og spilað blak þar. Atli er útskrifaður úr íþróttafræði í Háskóla Íslands og mun spila með meistaraflokki karla í Aftureldingu í vetur og er einnig í A landsliði karla.

 

 

 

Inga Lilja Ingadóttir Þjálfar U14 en hún Inga er uppalin Mosfellingur sem hefur æft blak hjá Aftureldingu frá barnsaldri. Inga er á þriðja ári í Íþróttafræði í Háskóla Reykjavíkur og spilar með 1.deild kvenna.

 

 

 

 

 

Daníela Grétarsdóttir þjálfar U16/18 ásamt 5. deild kvenna, Daníela er einnig uppalin Mosfellingur en hún hefur spilað með Meistaraflokki kvenna síðustu ár, ásamt því að hafa spilað fyrir A-landslið kvenna.

 

 

 

 

 

Bartek Zieliński er Aðalþjálfari bæði Meistaraflokk kvenna og karla.

Bartek hóf blakferill sinn 9 ára gamall í heimabæ sínum Piotrków Trybunalski. Þegar hann var 15 ára flutti hann til eitt af fremstu ungmennafélögum Póllands, Norwid Częstochowa, þar sem hann eyddi fjórum tímabilum í að keppa í annarri deild karla og náði miklum árangri í blaki unglinga, þar á meðal vann U-16 Evrópumeistaramót félagsliða og pólska unglingameistaramótið.

Eftir að hafa lokið menntaskóla spilaði Zieliński í 1. deild Póllands fyrir lið eins og Hutnik Kraków, Norwid Częstochowa, MCKiS Jaworzno, Lechia Tomaszów Mazowiecki og Krispol Września. Á þessum tíma öðlaðist hann einnig reynslu af þjálfun, starfaði með unglingaliðum og stýrði æfingum í íþróttabúðum í bæði innanhúss- og strandblaki á frítímabilinu.

Þjálfarar Meistarflokka 2024-2025 :

Úrvalsdeild  kvenna:  Bartek Zieliński
Aðstoðarþjálfari: Atli Fannar Pétursson

Úrvalsdeild karla: Bartek Zieliński
Aðstoðarþjálfari: Sigþór Helgason