Atli Fannar Pétursson er Yfirþjálfari Blakdeildarinnar en ásamt því þjálfar hann U12, 1.deild kvenna, 2.deild kvenna og er aðstoðarþjálfari meistaraflokk kvenna. Atli er einnig styrktarþjálfari allrar deildarinnar frá U14 upp í meistaraflokk.
Atli er fæddur og uppalinn í Neskaupstað og hefur þjálfað og spilað blak þar. Atli er útskrifaður úr íþróttafræði í Háskóla Íslands og mun spila með meistaraflokki karla í Aftureldingu í vetur og er einnig í A landsliði karla.
Inga Lilja Ingadóttir Þjálfar U14 en hún Inga er uppalin Mosfellingur sem hefur æft blak hjá Aftureldingu frá barnsaldri. Inga er á þriðja ári í Íþróttafræði í Háskóla Reykjavíkur og spilar með 1.deild kvenna.
Daníela Grétarsdóttir þjálfar U16/18 ásamt 5. deild kvenna, Daníela er einnig uppalin Mosfellingur en hún hefur spilað með Meistaraflokki kvenna síðustu ár, ásamt því að hafa spilað fyrir A-landslið kvenna.
Bartek Zieliński er Aðalþjálfari bæði Meistaraflokk kvenna og karla.
Bartek hóf blakferill sinn 9 ára gamall í heimabæ sínum Piotrków Trybunalski. Þegar hann var 15 ára flutti hann til eitt af fremstu ungmennafélögum Póllands, Norwid Częstochowa, þar sem hann eyddi fjórum tímabilum í að keppa í annarri deild karla og náði miklum árangri í blaki unglinga, þar á meðal vann U-16 Evrópumeistaramót félagsliða og pólska unglingameistaramótið.
Eftir að hafa lokið menntaskóla spilaði Zieliński í 1. deild Póllands fyrir lið eins og Hutnik Kraków, Norwid Częstochowa, MCKiS Jaworzno, Lechia Tomaszów Mazowiecki og Krispol Września. Á þessum tíma öðlaðist hann einnig reynslu af þjálfun, starfaði með unglingaliðum og stýrði æfingum í íþróttabúðum í bæði innanhúss- og strandblaki á frítímabilinu.
Þjálfarar Meistarflokka 2024-2025 :
Úrvalsdeild kvenna: Bartek Zieliński
Aðstoðarþjálfari: Atli Fannar Pétursson
Úrvalsdeild karla: Bartek Zieliński
Aðstoðarþjálfari: Sigþór Helgason