Gunnhildur Gígja öðlaðist keppnisrétt fyrir skólann sinn í Charleston. Háskólaliðið heitir Golden Eagles. Þetta var fyrsta útimótið á árinu og var hitastig óvenjulega lágt eða um 4 gráður á celsius. Gunnhildur gerði sér lítið fyrir og vann langstökkið fyrir liðið og varð í öðru sæti í þrístökki með stökk upp á 10.61m. Mótið var haldið 7. mars 2019 sl. …
Gunnhildur Gígja kosin frjálsíþróttakona Aftureldingar
Gunnhildur Gígja var valin frjálsíþróttakona deildarinnar á árinu 2018 fyrir árangur sinn. Hún varð íslandsmeistari í fimmþraut á Meistaramóti í fjölþrautum, bætingu í þrístökki, 60m og 100m grindarhlaupi. Við óskum henni tilhamingju með árangurinn.