Afturelding á þrjá drengi í landsliði !

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar er stollt að kynna Guðjón Magnússon, Ármann Sigurhólm Larsen og Mattías Bjarma Ómarsson til leiks sem hluti af sterkustu fimleikadrengjum landsins en þeir æfa allir í Mosfellsbæ með Fimleikadeild Aftureldingar.

Dagana 16-19. október fara 5 lið frá Íslandi að keppa á Evrópumótinu í hópfimleikum sem er haldið í Baku í Azerbaijan.

Drengirnir okkar náðu að komast inn í tvö af þessum fimm liðum, hann Guðjón inn í blandað lið unglinga á meðan Ármann og Mattías náðu inn í drengjaliðið.

Þessi árangur er mjög stór fyrir svona unga deild en fimleikadeildin er ekki nema 25 ára gömul.

Innilega til hamingju strákar og það verður gaman að fylgjast með ykkur.

 

Hér eru svo myndir af drengjunum:

Mattías Bjarmi Ómarsson

 

 

Guðjón Magnússon

 

 

 

Ármann Sigurhólm Larsen