Síðustu helgi fór fram Bikarmótið 2023 í fimleikum þar sem Fimleikadeild Aftureldingar sendi 4 lið á mótið sem kepptu í stökkfimi eldri, 2. flokk, 3. flokk og svo KKE flokk.
Það er gaman að segja frá því að öllum okkar liðum tókst að bæta sig frá síðasta móti og ná sínum markmiðum.
Einu liði tókst að koma með Bikarinn heim !
Mikið hefur gengið á hjá elsta drengjaliði Mosfellinga í fimleikum á vorönn. Eftir að drengjaliðið okkar KKE hlaut Hópabikarinn á uppskeruhátíð UMFA og fram að GK mótinu í byrjun febrúar hafa þeir misst þrjá sterka leikmenn. Þetta unga drengjalið er ekki stórt svo að missa þrjá leikmenn er erfitt fyrir liðið enda tókst þeim ekki að ná sýnum markmiðum á GK mótinu. Á þremur vikum tókst drengjunum í samvinnu með sýnum þjálfurum að rífa sig í gang og mæta sterkir til leiks enda sigruðu þeir mótið og þar með eru þeir Bikarmeistara 2023.