Brautryðjendur í Mosfellsbæ

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Síðast liðna helgi eða dagana 7-9. nóvember fór fram norðurlandamót A liða í hópfimleikum í Finnlandi.

Matro Areena í Espoo tók á móti 26 liðum sem öll voru að keppast um Norðurlandameistaratitilinn 2025 fyrir framan fulla stúku.

Fimleikadeild Aftureldingar í samvinnu með fimleikadeild ÍA mættu sem eitt lið á mótið og saman sótti liðið Aftur-í sér mikilvæga reynslu.

Liðið Aftur-í er ungt en öflugt lið sem endaði í 8. sæti á mótinu. Þátttaka iðkenda Aftureldingar var um 1/3 af liðinu og þjálfarar voru 50% þátttakendur.

Iðkendur frá Aftureldingu:

Ármann Sigurhólm Larsen, Eyþór Örn Þorsteinsson, Guðjón Magnússon, Sara María Ingólfsdóttir og Styrkár Vatnar Reynisson.

Þjálfarar frá Aftureldingu:

Anna Valdís Einarsdóttir, Árndís Birgitta Georgsdóttir og Stefán Ísak Stefánsson.

Þessi hópur hefur lagt sig 110% fram til þess að fá sem mest út úr þessu ævintýri fyrir sig og fyrir félagið okkar.

Þetta er svo sannarlega brautryðjendur deildarinnar!

Saman stöndum við sterkari!

Fleiri fréttir af mótinu:

https://fimleikasamband.is/stjarnan-kvennalid-i-2-saeti-a-nm/

https://fimleikasamband.is/nordurlandamot-i-hopfimleikum/