Það mætti segja af fimleikadeild Aftureldingar sé einn tæknivæddasti fimleikasalur á Íslandi ef ekki bara sá tæknivæddasti!
Deildin er búin að koma upp myndavélum sem taka upp stökk og æfingar iðkenda sem seinkar svo sýningu á framkvæmdinni til þess að iðkendur geti séð hvað þau voru að gera.
Þegar að við hreyfum okkur þá höfum við takmarkaðar upplýsingar á birtingamynd hreyfinganna, hvernig við upplifum okkur er ekki alltaf eins og við hreyfum okkur í raun og veru, flestir feður hafa nú fengið að heyra þetta 😛
Spegillinn var bylting í þessum efnum en núna erum við komin inn í framtíðina!
Þessi tvöfalda fegurð hér að neðan kemur frá Ofar og vill deildin þakka Ofar innilega fyrir virkilega öflugt framlag í að styrkja fimleikadeildina um þessa geggjuðu skjái.
Á þeirra hefði verið erfitt fyrir deildina að klára þetta verkefni. Ofar er leiðandi í lausnum enda var það upplifun deildarinnar!


