Við þökkum kærlega fyrir frábærar viðtökur við sumarönninni okkar.
Eins og áður hefur komið fram hefst önnin mánudaginn 15. júní en henni lýkur fimmtudaginn 20. ágúst. Engar æfingar verða þó 13. – 26. júlí. Önnin telur því 8 vikur.
Æfingar í boði:
* 6–8 ára, (þau sem voru að klára 1. bekk, 2. bekk og 3. bekk), frá kl. 13-16 – mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.
* 9-13 ára, (þau sem voru að klára 4. bekk, 5, bekk, 6 bekk og 7. bekk), frá kl. 11-13 – mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og frá kl. 11-14 fimmtudaga.
Við sjáum fram á að við getum tekið við fleiri börnum en við gerðum ráð fyrir í sumar og þ.a.l. langar okkur að bæta við þeim valmöguleika að skrá barn á stakar vikur.
Allar 8 vikurnar kosta 25.000kr en ef keypt er stök vika kostar hún 5.500kr. Vika 1 og 6 er þó örlítið ódýrari þar sem færri kennslustundir eru vegna frídaga.
Að sjálfsögðu er enn hægt að skrá barn allar 8 vikurnar og koma allir valmöguleikar upp þegar þið skráið.
Skráning fer fram í gegnum skráningarkerfi Aftureldingar Nóra: https://afturelding.felog.is/
Velja verður í valglugga sem kemur upp hvaða vikur þið viljið taka eða 8 vikna önnina í heild annars telst barn ekki fullskráð.
Upplýsingar eru gjarnan veittar á fimleikar@afturelding.is