Gk mótinu er skipt upp í yngri flokka og eldri flokka. Yngri flokka mótið fór fram 7.-9. febrúar á meðan eldra mótið fór fram 28. febrúar til 2. mars.
Fimleikadeild aftureldingar var með langflesta skráða á mótið í yngri flokkum og er stærsta fimleikadeild íslands þegar kemur að hópfimleikum yngri flokka. Þrátt fyrir fordæmalausan fjölda þátttakenda á mótum þá er deildin að ná flottum árangri og töluverðum bætingum. Flest öll liðin náðu sínum persónulegu markmiðum og gengu þjálfarar stoltir út af mótinu.
Eldri flokkarnir stóðu sig einstaklega vel og tókst þeim að gera mikin fjölda af nýjum stökkum. Eldri flokkar deildarinnar eru að setja nýja línu á getu innan deildarinnar og hækka ránna. Milliflokkar aldurslega séð eru 3. flokkarnir okkar sem eru tvö lið og gerðu þau sér lítið fyrir og tóku 1. sæti og einnig 2. sæti!
Hér má sjá myndir af liðunum:
Liðið sem tók 1. sætið
Liðið sem tók 2. sætið.