Haustönn hefst næstkomandi mánudag, 29. ágúst, skv. tímatöflu.
Búið er að uppfæra heimasíðu með öllum helstu upplýsingum eins og tímatöflu, verðskrá, flokkalýsingum ofl. Hægt er að smella á tenglana vinstra megin til að skoða allar þessar upplýsingar.
Öll börn sem eru komin með fast pláss hafa fengið staðfestingartölvupóst frá Nora. Foreldrar verða látnir vita núna um helgina ef barnið þeirra er á biðlista.
Við erum með biðlista í nánast öllum flokkum nema allra elstu og þ.a.l. verða foreldrar að láta vita FYRIR mánudaginn 5. september ef þeir ætla ekki að halda plássinu sem búið er að úthluta barninu þeirra svo hægt sé að úthluta plássunum til barna á biðlista.
Ef barn er enn óskráð en foreldrar hafa áhuga á plássi í vetur þarf að setja barnið inn í Forskráninguna í Nora. Börnum er raðað af þeim lista inn í laus pláss eftir því hvenær þau voru skráð þar inn.
Ef þið eruð með barn sem hefur áhuga á því að prófa eina æfingu þarf að hafa samband á fimleikar(hja)afturelding.is og bóka tíma í prufu. Vegna gífurlegs álags getum við því miður ekki leyft börnum að mæta og prófa án þess að fá staðfestingu fyrst frá okkur.
Starfsmaður á vegum deildarinnar verður niðrí Varmá eitthvað út næstu viku ef þið eruð með einhverjar spurningar en einnig er alltaf hægt að senda tölvupóst á fimleikar(hjá)afturelding.is. Mikið álag er þó á tölvupóstinum en við reynum eftir bestu getu að svara bréfum innan sólahrings.
Allar fyrirspurnir berist á fimleikar(hja)afturelding.is