Helgina 12 og 13. apríl fór fram Íslandsmót í hópfimleikum og sendi Afturelding þrjú öflug lið.
Fyrir hönd deildarinnar fór 1. fl mix sem eru núverandi Bikarmeistarar, 2. fl mix einnig núverandi Bikarmeistarar og svo 3. fl kvenna sem hefur verið á uppleið.
Núverandi Bikarmeistarar 1. flokkur mix náði að hreppa fyrsta sætið og eru þar með bæði Bikarmeistarar og Íslandsmeistarar árið 2025. Rétt er að taka það fram að þau voru eina liðið að keppa á þessum mótum en samt sem áður hefur hópurinn verið einstaklega sterkur keppinautur og náð virkilega flottum árangri.
Mix 2. flokkur einnig núverandi Bikarmeistarar rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum og enduðu í 2. sæti sem er mjög góður árangur hjá liði sem er eiginglega alveg ný komið saman.
3. flokkur kvenna hefur verið á hörku uppleið og náðu ekki alveg sínu setta marki og duttu niður um sæti eða frá 3. sæti niður í 4. sæti. Það kemur bara til með að ýta undir en meiri einbeitingu fyrir síðasta mótið á tímabilinu.
Öll þessi lið koma til með að taka síðata mót sitt í lok maí og það verður gaman að fylgjast með framvindu þeirra.
Hér má sjá 1. flokkinn.