Showtime!

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Þarf alltaf að keppa?

Uppbyggilegt íþróttastarf þarf ekki alltaf að snúast um að keppa. Það á ekki alltaf að þurfa að mæta öðrum aðilum og skera úr um hver er bestur eða betri.

Það er alveg hægt að halda viðburð þar sem allir sigra og hafa gaman.

Sýningafimleikarnir hjá Aftureldingu eru einmitt sú íþrótt sem fólk ætti virkilega að staldra við og skoða betur.

Sýningarfimleikar snúast aðalega um dans, tjáningu í æfingum og sköpun. Íþróttin inniheldur allar þær áskoranir sem aðrar íþróttir hafa en búa yfir meira sjálfstæði á hraða, álagi og pressu.

Þetta er nýtt innan Aftureldingar og hefur verið í gangi á haustönn, vorönn tekur núna við og er full skráning 3x í viku, klukkutíma í senn. Hægt er að senda póst á fimleikar@afturelding.is, skrá í færri tíma og greiða samkvæmt því. Frítt að prófa og hægt að forskrá á meðan á prufu stendur.

Æfingar: Mánudaga, þriðjudaga og föstudaga kl 15:30-16:30. Flestir iðkendur eru stelpur fæddar 2015-2017 eða 8-10 ára.

Signe Wolff er skemmtilegur öflugur þjálfari sem er alltaf að koma með nýtt efni.

Iðkendur hennar hafa verið að læra dansa við heil lög eins og Wip my Hair back og fleiri hittara!