Fimleikadeild Aftureldingar býður uppá sumarnámskeið eftir hádegi fyrir börn á aldrinum 6-10 ára í júní og ágúst í fimleikasalnum að Varmá. Eftirfarandi námskeið eru í boði:
Júnínámskeið
Vika 1: 11.-15. júní kl.13-16. Verð 9000 krónur (börn fædd 2008-2011)
Vika 2: 18.-22. júní kl.13-16. Verð 9000 krónur (börn fædd 2008-2011)
Vika 3: 15.-29. júní kl.13-16. Verð 9000 krónur (börn fædd 2008-2011)
Ágústnámskeið
Vika 4: 7.-10. ágúst (4 dagar) kl.13-16. Verð 7200 krónur (börn fædd 2008-2012)
Vika 5: 13.-17. ágúst kl.13-16. Verð 9000 krónur (börn fædd 2008-2012)
Vika 6: 20.-22. ágúst (3 dagar) kl.13-16. Verð 5400 krónur (börn fædd 2008-2012)
Veittur er 20% afsláttur ef öll námskeið eru keypt.
Gengið er frá skráningu og greiðslu í gegnum skráningarkerfið Nóra – https://afturelding.felog.is/
Á námskeiðunum munu börnin fara í ýmsa leiki ásamt því að læra undirstöðuæfingar í fimleikum. Námskeiðið mun að mestu fara fram í fimleikasalnum en farið verður í stuttar dagsferðir ef veður leyfir. Nýir og núverandi iðkendur eru hjartanlega velkomnir. Upplýsingasíða námskeiða: https://www.facebook.com/fimumfa/