Sýningarfimleikar – Frítt í ágúst

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeildin fer á fullt í skipulagða starfsemi með Sýningarfimleikana á haustönn 2025.

Þessi nýja grein hefur vakið mikla lukku og verður í boði hjá deildinni í vetur eins og aðrar hefðbundnar æfingar í fimleikum.

Dagana 11. til 29. ágúst verða í boði fríar æfingar en við viljum að allir skrái sig svo að starfið gangi betur fyrir sig.

Skráning fer fram hérna: (tveir hópar sem ráðast af aldri)

https://www.abler.io/shop/afturelding/fimleikar?country=IS

Signe Wolff og Klara Fabricius sjá um skipulagið og stýra æfingum en þær eru einstaklega hressar og skemmtilega.

Þær brenna fyrir þessa skemmtilegu íþrótt.

Signe Wolff

Klara Fabricius

Mynd frá námskeiði sem þær stóðu fyrir í danmörku

Núna vakna mögulega upp spurningar um sýningarfimleika.

  1. Hvað er þetta nákvæmlega og hvernig verður þetta í vetur?
    • Þetta eru fimleikar en með mun meiri dansþjálfun heldur en stökk þjálfun (iðkendur fara samt á stóra trampolín :D).
      • Markmiðið er ekki að æfa og keppa eins og hópfimleikarnir gera á mótum.
      • Markmiðið er að æfa og undirbúa sýningar sem eru setta upp innan félags og utan félags.
        • Sýningar: Listrænn og frjálslegur viðburður sem ræðst af sköpun einstaklinga og þjálfara.
    • Þetta er skipulagt íþróttastarf með öllum þeim gildum sem íþróttir bjóða upp á.
      • Það er ekkert val í lið eða takmörkun á þátttöku á viðburði (sýningum).
      • Allir geta verið með í öllu.
      • Framfarir einstaklinga í íþróttinni ráðast ekki á kröfum móta eða sýninga. Iðkendur gera bara það sem þeim líður vel með.
  1. Er hægt að æfa bæði hópfimleika og sýningarfimleika í vetur?
    • Já það er alveg hægt eins og hefur alltaf verið hægt að æfa fimleika og aðrar íþróttir.
      • Æfingar geta stangast á og þá er hægt að fá aðlögun á æfingagjöldum eftir mætingu yfir veturinn.
      • Get ekki sagt það núna hvort æfingar stangist á en líklegt er að það gerist hjá einhverjum.

Vonandi er deildin að koma þessu ágætlega á framfæri en það má alltaf senda spurningar á fimleikar@afturelding.is

Við viljum sjá sem flesta á okkar fríu æfingum í ágúst og það má alveg koma með vini.