Takk þjálfarar !!!

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Hjá fimleikadeild Aftureldingu starfa um 45 þjálfarar sem allir eiga það sameiginlegt að vilja það besta fyrir sitt félag og sína iðkendur.

Deildin er innilega stolt af því að hafa fengið inn allt þetta flotta fólk sem starfar nú og hefur starfað hjá deildinni.

Skilgreining fimleikadeildar Aftureldingar á þjálfaranum:

  • Kennarinn sem reynir allar leiðir til þess að ná til liðsins og er alltaf að koma með nýjar leiðir til þess að kenna betur
  • Fyrirmynd sem hugar að sinni sjálfsýmind einungis til þess að efla iðkendur sýna og aðra
  • Leiðbeinandi sem sýnir iðkendum sýnum skilning og þolinmæði
  • Aðilinn sem mun alltaf berjast fyrir sér og sínum þrátt fyrir að aðrir hafi gefist upp
  • Vinurinn sem er til staðar þegar á reynir, hughreystir og gefur góð ráð
  • Einstaklingurinn sem sér alla einstaklinga sem ein heild í sínu liði og í sínu félagi

Skipulagt íþróttastarf væri ekki til nema fyrir þjálfarana okkar.

Svo TAKK þjálfarar !