Tvö gull heim frá Baku

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Tvö gull heim frá Baku

Dagana 16.-19. október fór fram Evróðumót í hópfimleikum og var haldið í Bakú sem er höfuðborg Azerbaijan. Ísland sendi frá sér stúlknalið, drengjalið, blandað unglingalið, kvennalið og blandað fullorðins lið, öll 5 liðin komust inn í úrslit. Tvö lið tóku heim gullið og urðu þar með Evrópumeistarar 2024 sem voru kvennaliðið og blandaða unglingaliðið.

Þetta er í fjórða skiptið sem íslenska kvennaliðið nær þessum árangri en í fyrsta skipti í sem blandað unglingalið frá ísland nær að sigra Evrópumót. Þannig að síðasta helgi var söguleg í íslenska fimleikaheiminum.

Mosfellingar og Afturelding eiga hlut í þessum sögulega árangri en í þessu landsliðsverkefni voru tveir drengir sem æfa með fimleikadeild Aftureldingar. Þessir tveir meistarar heita Guðjón Magnússon og Ármann Sigurhólm Larsen. Guðjón var í blönduðu unglingaliði og Ármann var í drengjaliðinu. Samfélagið okkar má heldur betur vera stolt af þessu drengjum, þjálfurum þeirra og félaginu Aftureldingu þar sem alltaf er verið að halda utan um börnin og unglingana.

Ef þið viljið fræðast meira um mótið er allt um það inn á https://fimleikasamband.is/frettir/

Guðjón

Ármann