Magnaðir hlutir eru að gerast á hverri æfingu hjá 1. flokk mix sem er elsta lið deildarinnar. Eftir vel vandaðan undirbúning sl. ár að þá er liðið búið að ná svakalegu flugi og það verða forréttindi að fá að fylgjast með þeim núna á komandi vorönn.
Hérna getið þið séð þessa snillinga:
https://www.instagram.com/afturelding.mix/
Flestir þessara iðkenda eru að klára sitt síðasta tímabilið í unglingaflokki í vor. Ef allt gengur eftir áætlun að þá verður þessi hópur fyrsti meistaraflokkur í sögu deildarinnar. Deildin hefur aldrei verið eins nálægt því að geta stofnað meistaraflokk.
Mikið af þessum árangri má þakka þeim þjálfurum sem hafa staðið vaktina með iðkendum okkar sl. ár og það teymi sem er að vinna með þeim þessa dagana.
Hérna eru nokkrar skemmtilegar myndir: