Fimleikadeildin er einstaklega stolt af iðkendum sínum og ekki síður af þjálfurum sínum.
Ef deildin ætti að velja eitt orð til þess að lýsa okkar fólki að þá er það samheldni því saman stöndum við sterkari!
Fimleikamaður ársins 2025 er Styrkár Vatnar Reynisson og fimleikakona ársins 2025 er Sara María Ingólfsdóttir. Bæði tóku þau þátt í blönduðu liði Aftureldingar og ÍA á Norðurlandamóti sem fór fram í nóvember 2025. Þrátt fyrir ungan aldur þá komust þau inn í þetta flotta verkefni og gerðu Mosfellinga stolta!

Það verður engin uppbygging nema að til staðar séu þjálfarar. Eins og veruleikinn er því miður þá er erfitt að finna góða þjálfara.
Árndís Birgitta Georgsdóttir er einn af okkar flottustu þjálfurum og viljum við óska henni innilega til hamingju með viðurkenninguna þjálfari ársins 2025.
Árndís var stór hluti af flottu þjálfarateymi sem leiddi lið Aftureldingar og ÍA á Norðurlandamótið og á einnig stóran hlut í árangri iðkenda og ástæðan fyrir því að iðkendum okkar líður vel í sínu félagi. Árndís á svo sannarlega skilið að vera valin Þjálfari ársins 2025!

Síðast en ekki sýst fékk liðið sem fór á Norðurlandamótið og bar nafnið AfturÍ viðurkenninguna Afrek ársins 2025.
Það er svo sannarlega afrek að klára svona samtvinnað verkefni og styrkt félagsleg sambönd um leið.
Gæti þetta verið eina skiptið sem annað íþróttafélag fær viðurkenningu frá Aftureldingu?
Til hamingju AfturÍ !


