Þrír leikmenn Aftureldingar í 12 manna hóp

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Í dag tilkynnti Körfuknattleikssamband Íslands um 12 manna hóp í landsliði U15.  Afturelding á þrjá leikmenn í lokahópnum og er þetta í fyrsta sinn sem félagið á fulltrúa í landsliðum Íslands í körfuknattleik.  Þessir þrír leikmenn eru Björgin Már Jónsson, Dilanas Sketrys og Sigurbjörn Einar Gíslason en þeir urðu á dögunum Íslandsmeistarar með liði Aftureldingar í 9 flokki. Í vetur …

Sögulegur fyrsti Íslandsmeistaratitill í höfn hjá Aftureldingu

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Oddaleikur í 9. flokki drengja fór fram á Meistaravöllum á miðvikudaginn þar sem lið KR tók á móti Aftureldingu.  Í fyrsta leik fór Afturelding með sigur á Meistaravöllum.  KR jafnaði leikinn í Varmá í leik tvö fyrir fullu húsi stuðningsmanna liðanna og var frábært að sjá fjölda Aftureldingafólks á pöllunum.  Oddaleikurinn var hörkuleikur eins og fyrri leikir hjá þessum flottu …

Frábær stemning í Varmá

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Í dag fór fram leikur 2 í úrslitaeinvígi Aftureldingar og KR um Íslandsmeistaratitilinn í 9. flokki drengja í körfubolta.  Fyrri leikinn sigraði Afturelding vestur í bæ.  Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér titilinn.  KR tók forystu í leiknum og leiddi mestan partinn en undir lokinn náðu okkar menn í Aftureldingu að minnka muninn í 2 stig.  En því …

Úrslitaeinvígið heldur áfram í 9. flokki

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Á morgun, föstudag, spilar 9.flokkur Aftureldingar í körfubolta leik 2 í úrslitum Íslandsmótsins gegn núverandi bikarmeisturum KR.  Þessi elsti spilandi flokkur í körfunni hér í Mosfellsbæ.  Leikurinn fer fram í Varmá og hefst klukkan 18:00.  Miðaverð á leikinn er kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir yngri. Með sigri geta drengirnir tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og væri það …

Sigur á Meistaravöllum

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Í kvöld fór fram fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi 9. flokks drengja í körfubolta.  KR sem varð í öðru sæti í deildinni í vetur mætti Fjölni í undanúrslitum en í hinum undanúrslitaleiknum mætti Afturelding liði Stjörnunnar sem var í efsta sæti deildarinnar í vetur.  Í þeim leik hafði Afturelding betur.  Það var því lið Aftureldingar sem mætti á Meistaravelli í kvöld …

Úrslitaeinvígið hefst í 9. flokki

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Í kvöld hefst úrslitaeinvígi 1. deildar í 9. flokki karla í körfubolta.  Strákarnir í Aftureldingu tryggðu sig í úrslitaeinvígið eftir hörkuspennandi undanúrslitaleik við Stjörnuna sem fór í framlengingu.  Nú tekur við úrslitaeinvígi við KR og er það liðið sem sigrar tvo leiki sem verður Íslandsmeistari.  Fyrsti leikurinn verður á heimavelli KR á Meistaravöllum í kvöld þriðjudag og hefst klukkan 19:15. …

9. flokkur í úrslitakeppni Íslandsmótsins

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Í kvöld mætti 9. flokkur drengja ríkjandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum Íslandsmótsins.  Leikurinn fór fram í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ.  Stjarnan var efst í deildinni eftir leiki vetrarins en Afturelding var í 4. sæti deildarinnar.  Liðin hafa mæst tvívegis á yfirstandandi leiktíð og Stjarnan vann í Varmá í haust og eftir áramót fór Afturelding í Garðabæinn og sótti sigur.  Það var …

Undanúrslit Íslandsmótsins framundan

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Strákarnir í 9.flokki karla leika til undanúrslita um Íslandsmeistaratitill mánudaginn 6. maí n.k. gegn Stjörnunni í Ásgarði Garðabæ. Leikurinn hefst kl 17.30. Bæði lið hafa leikið vel í vetur. Stjörnumenn enduðu efstir í töflunni og fá því heimaleik gegn okkar strákum sem enduðu í 4. sæti deildarinnar eins og fyrr segir. Þetta er í fyrsta skiptið sem flokkur frá körfunni …

Þrír leikmenn Aftureldingar í 16 manna lokahóp í U15

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Þjálfarar landsliða U15, U16, U18 drengja og stúlkna og U20 karla og kvenna hafa nú valið lokahópa fyrir verkefni sumarsins. Alls eru valdir 130 leikmenn frá 23 íslenskum félögum og níu erlendum félögum eða skólum. Það er okkur sönn ánægja að upplýsa að í U15 ára landsliðið drengja eigum við þrjá fulltrúa frá Aftureldingu. Í 16 manna lokahópinn voru valdir …

Aðaldfundur körfuknattleiksdeildar – ný dagsetning og nýr tími!

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Vegna óviðráðanlegra orsaka þarf að færa aðalfund körfuknattleiksdeildar fram um einn dag. Stjórn körfuknattleiksdeildar Aftureldingar boðar til aðalfundar miðvikudaginn 10. apríl kl 17:30 Fundurinn verður haldinn í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Dagskrá fundar Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður deildarinna gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein …