Erna Sóley setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFrjálsar

Erna Sóley Gunnarsdóttir Aftureldingu setti nýtt met í flokki 16-17 ára flokki stúlkna á dögunum þegar hún varpaði (4 kg) kúlu 13,69 m. Hún sigraði þá grein einnig á Íslandsmóti fullorðina. Fyrra metið í greininni átti Helga Margrét Þorsteinsdóttir 13,45 m sett árið 2008.

Með þessum árangri hefur hún tryggt sér rétt til að keppa sem fulltrúi Íslands í kúluvarpi (lágmark er 13.50 m.) á mjög sterku alþjóðlegu unglingamóti í Mannheim í Þýskalandi daganna 1 til 2 júlí næsta sumar. Þetta mót er fyrir 16-19 ára (1998-2001)

Ennfremur hefur hún með þessum árangri náð að tryggja sér rétt inn á Evropumeistaramót í frjálsíþróttum (EM 20) sem haldið verður daganna 20. – 23. júlí næsta sumar í Grosseto á Ítalíu. Þessi hátíð er fyrir 16-19 ára (1998-2001) einnig og er lágmarkið það sama.

Þar sem Erna Sóley er á 17 ári er keppniskúla hennar 3 kg, hún má taka þátt í fullorðinsflokki ef mat þjálfara er að styrkur og tækni er til staðar ásamt hugarfari.

Við óskum Ernu Sóley innilega til hamingju með þennan árangur.