Tvö af þeim náðu að verða Íslandsmeistarar í kúluvarpi (Kolbeinn og Erna), ein varð í fjórða sæti í grindarhlaupi með frábæri bætingu (Katrín) og sú fjórða náði að komast í úrslitahópinn í kúluvarpi (Karlotta).
Þess má geta að við sendum ellefu keppendur á Íslandsmótið og margir að reyna sig í fyrsta skipti á svona hörðu móti, fyrsta markmið er að ná bætingu og það gerðu þau.
Til hamingju öll og framhaldið lítur vel út hjá ykkur