Í ár mættu 135 keppendur sem flestir komu frá félögum af höfuðborgasvæðinu, en einnig komu hópar frá Umennafélagi Selfoss, Óðni í Vestmannaeyjum, Umf. Dalamanna og N-Breiðfirðinga, Umf. Þór, Umf. Gnúpverja og Umf. Hrunamanna.
Krakka frjálsar
Yngsti keppendahóparnir 6-8 ára og 9-10 ára voru margir að stíga sín fyrstu skref í frjálsum tóku þátt í Krakka frjálsum. Þar fengu þau að spreyta sig á fjölmörgum þrautum í leik m.a. spjótkasti, hindrunarhlaupi og spretthlaupi og fékk Goggi að nýta forskrift ÍR. Þrautabrautinni stýrði okkar eina og sanna Svava Ýr Baldvinsdóttir íþróttakennari, sem margir þekkja úr íþróttaskóla Aftureldingar. Allir voru leystir úr með nestispakka og hvattir til að fara í lautarferð í Ævintýragarðinum með mömmu og pabba.
Almenn keppni
Almennar greinar voru í boði fyrir keppendur á aldrinum 11 – 14 ára og stóðu krakkarnir sig frábærlega og féllu nokkur Goggamet um helgina: Viktor Karl Halldórsson, Þór Þorlákshöfn, með 40,22m í spjótkast 13 ára pilta. Laufey Pálsdóttir, Breiðabliki, með 8,07m í kúluvarpi og 8,98 sek í 60 m spretti 11 ára stúlkna. Jana Sól Valdimarsdóttir, FH, með 1,52m í hástökki 12 ára stúlkna.
Margt okkar besta frjálsíþróttafólk hefur stigið sín fyrstu spor í keppni á Gogga galvaska og af þessu að dæma þá stefnir í að margir núverandi keppendur eigi eftir að feta í fótspor þeirra í framtíðinni.
Skemmtidagskrá
Auk þrautabrautarinnar og lautarferðar í Ævintýragarðinum var ratleikur og leikir fyrir 11 og 12 ára eftir að þau luku keppni. Öllum keppendum var svo boðið í Varmálaug þar sem þau gátu látið þreytuna líða úr sér undir ljúfum tónum. Mótinu var síðan slitið með heljarinnar hamborgaraveislu þar sem grillmeistararnir Dagbjartur Vilhjálmsson og Erlendur Fjeldsted grilluðu ofaní keppendur, aðstandendur og starfsfólk mótsins. Dregið var í happadrætti mótsins undir lok hamborgaraveislunnar og fengu yfir 30 krakkar vinninga af ýmsum toga.
Auk þrautabrautarinnar og lautarferðar í Ævintýragarðinum var ratleikur og leikir fyrir 11 og 12 ára eftir að þau luku keppni. Öllum keppendum var svo boðið í Varmálaug þar sem þau gátu látið þreytuna líða úr sér undir ljúfum tónum. Mótinu var síðan slitið með heljarinnar hamborgaraveislu þar sem grillmeistararnir Dagbjartur Vilhjálmsson og Erlendur Fjeldsted grilluðu ofaní keppendur, aðstandendur og starfsfólk mótsins. Dregið var í happadrætti mótsins undir lok hamborgaraveislunnar og fengu yfir 30 krakkar vinninga af ýmsum toga.
Almenn ánægja var á meðal þátttakenda, foreldra, þjálfara og starfsfólks. Var það mat flestra að mótið hafi heppnast einstaklega vel og ekki var verra að veðurguðirnir voru okkur Gogga hliðhollir og þakka mótshaldarar þeim sérstaklega.