Sumarnámskeið

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Frjálsíþróttadeild og Sunddeild Aftureldingar sameina krafta sína í sumar og halda heilsdagsnámskeið fyrir krakka fædd 2013 til 2016.

Í ár verður boðið uppá heildagsnámskeið sem sunddeildin og frjálsar vinna saman að. Á námskeiðinu munu krakkarnir fá að kynnast frjálsum íþróttum og fá þjálfun í grunnhæfni sunds.

Mæting er með krakkann í Vallahúsið að Varmá frá 8:30 til 9:00, fyrir hádegi verður farið í frjálsíþróttaleiki og eftir hádegi er farið í sund. Hægt verður svo að ná í krakkana frá klukkan 15:30 til 16:00.  Krakkarnir mæta sjálf með nesti en við fáum aðstöðu í Vallarhúsinu til að geyma fatnað og borða nesti. Mikilvægt að börnin komi klædd eftir veðri.

Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi námskeiðin hjá okkur ekki hika við að hafa samband við okkur í netfangi Hilmar1494@gmail.com eða hér inn á sportabler.

Skráning fer fram á Sportabler undir sunddeild.